Allir fá hugmyndir!

Allt sem hefur verið búið til var einu sinni bara hugmynd. Og allir fá hugmyndir! 

Ein góð leið til að fá hugmynd er einfaldlega að hugsa um þau „vandmál“ sem þú lendir í reglulega og reyna að finna lausn á þeim. Veldu t.d. fimm uppfinningar, bæði gamlar og nýjar, og veltu því fyrir þér hvaða þarfir lágu til grundvallar þeim. Hvað var gert áður en þetta var fundið  upp? Var eitthvað annað notað? 

Flestar uppfinningar spretta af greinilegri þörf. Dæmi:
– Ertu alltaf að gleyma lyklunum heima?
– Finnurðu ekki endann á límbandsrúllunni?
– Geturðu ekki opnað krukkur?

Finndu lausnir!

Bæði krakkar og ungmenni hafa fundið upp stórsnjalla hluti!