10 bestu hugmyndirnar!

Hér má sjá þær 10 hugmyndir sem komust áfram í Verksmiðjunni 2019.

Dómnefnd Verksmiðjunnar fékk það erfiða hlutskipti að velja einungis 10 hugmyndir áfram, af þeim frábæru 30 hugmyndum sem voru í undanúrslitunum.

Keppendur fá nú tækifæri til að halda áfram að þróa og útfæra hugmyndir sínar inni í smiðjum Fab Lab á Íslandi og í samstarfi við fyrirtæki í atvinnulífinu.

Sigurvegari verður valinn á lokaviðburði Verksmiðjunnar þann 22.maí í Listasafni Reykjavíkur.