Sigurvegari Verksmiðjunnar verður valinn eftir..

10 bestu hugmyndirnar valdar!

Nú hefur dómnefnd lokið störfum og valið 10 bestu hugmyndirnar úr þeim 30 hugmyndum sem komust í undanúrslitin.

Þátttakendurnir sem eiga 10 bestu hugmyndirnar fá áfram sérstaka aðstoð í Fab Lab smiðjum landsins við að útfæra hugmyndirnar sínar og útbúa flottar frumgerðir.

Þann 22.maí mun verður tilkynnt á lokahátíð Verksmiðjunnar hver sigrar keppnina.

Fylgist með!

Færibandið

Svona er keppnisferli Verksmiðjunnar:

– Sendu inn hugmynd hér á síðunni. Skilafrestur er til og með 7.febrúar.
– 30 hugmyndir eru valdar af dómnefnd og þróaðar áfram í glæsilegu Fab Lab smiðjunum.
– 10 bestu hugmyndirnar eru valdar af dómnefnd í byrjun mars, þróaðar áfram í smiðjum Fab Lab og fá jafnframt að vinna með fyrirtækjum í atvinnulífinu.
– Hugmyndunum tíu verður gerð góð skil með innslögum á heimasíðu Verksmiðjunnar.
– Sigurvegarinn er tilkynntur á lokahátíð Verksmiðjunnar, þar sem Daði Freyr spilar á hljóðfærið sitt.
– Hugmyndin sem vinnur á möguleika á að fara í framleiðslu og verða að veruleika!
– Vegleg verðlaun verða fyrir vinningshafa.