Rímnaflæði 2021
Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins sem fyrst var haldin í Miðbergi árið 1999 fer fram á netinu í ár vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Þessi frábæra keppni hefur verið stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum, víðsvegar að af landinu, til að skapa sér nafn í tónlistarheiminum. Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra hæfileika í laga- og textasmíð. Keppendur í Rímnaflæði eru á aldrinum 13-16 ára og er skilyrði að textar séu samdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamin.