Rímnaflæði 2021

Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins sem fyrst var haldin í Miðbergi árið 1999 fer fram á netinu í ár vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Þessi frábæra keppni hefur verið stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum, víðsvegar að af landinu, til að skapa sér nafn í tónlistarheiminum. Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra hæfileika í laga- og textasmíð. Keppendur í Rímnaflæði eru á aldrinum 13-16 ára og er skilyrði að textar séu samdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamin.

Netkosning hefst kl. 20:00, föstudaginn 26. nóvember, og lýkur mánudaginn 29. nóvember kl.20:00

Sigurvegarar Rímnaflæði frá árinu 1999

2020- Jónas Víkingur Árnason félagsmiðstöðin 101, Reykjavík.
2019- Davíð Svanur Halldórsson og Hjörtur Sigurðsson félagsmiðstöðin, Afdrep, Snæfellsbæ
2018- Arnór Dagur, Böðvar Scheving, Valtýr og Bjartur Snær, félagsmiðstöðin Bólið, Mosfellsbæ.
2017- Aron Andreassen félagsmiðstöðin, Jemen, Kópavogi.
2016- Sara Mjöll Stefánsdóttir, félagsmiðstöðin Laugó, Reykjavík.
2015- Gylfi Noah Gabriel Fleckinger Örvarsson, félagsmiðstöðin Afdrep, Snæfellsbæ
2014- Sigríður Eydís Gísladóttir
2013- Arnór Breki Ásþórsson og Róbert Orri Laxdal, félagsmiðstöðin Bólið, Mosfellsbæ.
2012- Hafþór Orri Harðarsson og Ari Auðunn Jónsson, félagsmiðstöðin Þruman í Grindavík
2011- Óli 107, félagsmiðstöðin Frosti.
2010-
2009-
2008 – Sveinn Rúnar Gunnarsson
2007 – Gunni Jr, Siggyn, Reykjavík.
2006 – Daníel Alvin – nú í Þriðju hæðinni
2005 – Matthías Matador
2004 – JAS sumir nú í Þriðja hæðinni
2003 – Gunni Maris
2002 – Helgi Sæmundur, Úlfur Úlfur
2001 – Freydís Kristófersdóttir
2000 – Jón Magnús Vivid Brain
1999 – Elvar Seppi (Afkvæmi Guðanna)