Mjúkt morgunkorn. Oj!

Hversdagsleg vandamál geta verið pirrandi. Kannastu við eitthvað af þessu? 

  • Þú ert svakalega svöng/svangur en maturinn  er of heitur á disknum til að þú getir borðað hann.  
  • Nýju, flottu skórnir þínir eru aðeins of þröngir svo þú getur ekki farið í þeim á ballið.  
  • Það er svo mikið drasl í herberginu þínu og þú hefur aðeins tíu mínútur til að ganga frá öllu áður en þú færð heimsókn frá vinum þínum.  
  • Það er alltaf að koma fyrir að þú finnur ekki hinn sokkinn þegar þú ert að verða of seinn/sein í skólann.  

Þessi hversdagslegu vandamál geta verið kveikjan að frábærri uppfinningu. Eins og til dæmis uppfinningin hans Arnars Daða Þórissonar, nema í Fab Academy í Fab Lab smiðjunni í Reykjavík. Honum fannst óþolandi að borða mjólkurmjúkt morgunkorn og útbjó því skeið sem dælir mjólk á morgunkornið jafnóðum og það er komið í skeiðina. Þessi aðferð tryggir stökkleika morgunkornsins og hæfilegt magn af mjólk með. Namm!  

 

Kíktu á þennan hlekk til að sjá hvernig hugmyndin þróaðist:

http://fab.academany.org/2018/labs/fablabreykjavik/students/arnardadi-thorisson/FinalP.html