Hugmyndasmiðir hugsa stórt!

Ertu að leita að góðri hugmynd? Af hverju ekki að hugsa stórt? Hvað getur þú gert fyrir heiminn? Nóg er til af vandamálum þar sem óskað er eftir lausn.  

Hér er hugmynd: Notaðu Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að fá innblástur fyrir hugmyndavinnuna þína. Það er aldrei að vita nema þú verðir sú/sá sem átt eftir að breyta heiminum! 

Hér er listi yfir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ræddu lausnir við vini þína og vinkonur.  

 1. Engin fátækt 
 2. Ekkert hungur  
 3. Góð heilsa
 4. Menntun fyrir alla 
 5. Jafnrétti kynjanna  
 6. Hreint vatn og salernisaðstaða 
 7. Sjálfbær orka  
 8. Góð atvinna og hagvöxtur 
 9. Nýsköpun og uppbygging 
 10. Aukinn jöfnuður 
 11. Sjálfbærar borgir og samfélög 
 12. Ábyrg neysla 
 13. Verndun jarðarinnar 
 14. Líf undir vatni 
 15. Líf á landi  
 16. Friður og réttlæti 
 17. Alþjóðleg samvinna  

Hetjur bjarga heiminum! Þú getur fræðst meira um heimsmarkmiðin í teiknimyndasögunni sem er að finna á á þessari slóð:

http://www.un.is/wp-content/uploads/2018/07/Hetjur_breyta_heiminum_fin.pdf