Spiderman-ryksugan 

 

Hinn 13 ára Hibiki Kono frá Bretlandi er mikill aðdáandi Spiderman og hefur verið það frá því að hann var lítill strákur. Eitt aðal áhugamálið hans var þess vegna að klifra og hann notaði hvert tækifæri til þess að príla út úm allt en alltaf þráði hann að komast aðeins hærra. Hann vildi klifra upp veggi eins og spiderman.  

Hibiki datt það snjallræði í hug að nýta sér ryksugur til að festa sig við veggi og ná þannig að klifra hátt upp veggi, eins og Spiderman. Til verksins nýtti hann tvær ódýrar ryksugur og bjó til festingar til að setja á endann á ryksugurörinu. Ný kemst Hibiki jafn langt og rafmagnsnúra ryksugunnar leyfir! Það gæti hins vegar orðið svolítið langt fall ef ryksugurnar detta úr sambandi…