Ekki flækja málið!

Kannastu við það að setjast niður og ætla loks að búa til hina einu sönnu snilldarhugmynd – en það koma engar hugmyndir? Engar áhyggjur. Allir sem hafa einhverntíman unnið við skapandi vinnu kannast við þetta. Það sem skiptir mestu máli er einmitt að flækja ekki málið.  

Byrjaðu á einhverju einföldu: Hlustaðu á lag og taktu eftir textanum eða einhverju sérstöku hljóði í laginu. Kviknar einhver hugmynd? Taktu næstu bók sem þú sérð, opnaðu hana á einhverjum stað og sjáðu hvort að þú getir fengið hugmynd út frá fyrsta orðinu sem þú sérð. Kíktu inn á Instagram. Færðu einhverja hugmynd út frá fyrstu myndinni sem þú sérð?  

Einfaldleikinn er einfaldlega bestur þegar kemur að því að fá hugmyndir. Það veit hann Daði Freyr.