Búðu til tölvuleiki framtíðarinnar

Eru tölvuleikir aðaláhugamálið? Dreymir þig um að vinna við að búa til tölvuleiki? Í haust verður í fyrsta sinn hægt að læra tölvuleikjagerð á Íslandi. Það vantar einfaldlega fleira menntað fólk til að hanna og forrita tölvuleiki á Íslandi í þessari ört vaxandi iðngrein sem er orðinn risastór í heiminum í dag og veltan meiri en í kvikmyndaiðnaðinum.

Námið er fjölbreytt og skapandi þar sem þú lærir meðal annars tölvuleikjahönnun, hljóðupptökur, verkefnastjórnun, heimspeki og fleira. Námið er kennt í Keili en er samt sem áður á framhaldsskólastigi. Frekari upplýsingar eru á vefsíðu Keilis:

http://www.keilir.net