Eru tölvuleikir aðaláhugamálið? Dreymir þig um að vinna við að búa til tölvuleiki? Í haust verður í fyrsta sinn hægt að læra tölvuleikjagerð á Íslandi. Það vantar einfaldlega fleira menntað fólk til að hanna og forrita tölvuleiki á Íslandi í þessari ört vaxandi iðngrein sem...

Kannastu við það að setjast niður og ætla loks að búa til hina einu sönnu snilldarhugmynd - en það koma engar hugmyndir? Engar áhyggjur. Allir sem hafa einhverntíman unnið við skapandi vinnu kannast við þetta. Það sem skiptir mestu máli er einmitt að flækja ekki...

Í fjölmiðlum, fréttunum og á hinum ýmsu stöðum er oft talað um nýsköpun og að nýsköpun sé mikilvæg fyrir atvinnulífið. Stundum er sagt að það sé mikil nýsköpun í íslenskum fyrirtækjum og atvinnulífi og stundum er talað um að hún of lítil.   En hvað þýðir eiginlega orðið nýsköpun og hvers vegna er hún svona mikilvæg? Á einfaldan hátt er hægt að segja að nýsköpun feli í sér að skapa eða búa til eitthvað nýtt - eða laga eitthvað og bæta sem er nú þegar til staðar.   Þetta getur til dæmis átt við einhvern hlut, þjónustu, tækni eða aðferð sem er notuð í fyrirtæki. Orðið nýsköpun þýðir sem sagt að fá hugmynd og framkvæma  hana - það er ekki nóg að fá bara hugmynd.  Hvað er þá svona mikilvægt við nýsköpun? Að hugsa skapandi og finna nýjar lausnir er mjög mikilvægt fyrir efnahagslíf heimsins. Nýsköpun skapar verðmæti  og getur aukið velgengni fyrirtækja í atvinnulífinu.   Nýsköpun getur líka hreinlega bætt heiminn og komið með mikilvægar lausnir sem varða alla heimsbyggðina. Til dæmis nýsköpun í málefnum sem tengjast því hvernig fyrirtæki geta verið umhverfisvænni í framleiðslu.   Nýsköpun er því gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð okkar og samfélagsins sem við búum í og fleiri og fleiri fyrirtæki og einstaklingar leggja mikinn metnað í að  hugsa í skapandi lausnum.   Nýsköpun og frumkvöðlafræði eru til dæmis kennd sem meistaranám í Háskólanum í Reykjavík.  ...

Hversdagsleg vandamál geta verið pirrandi. Kannastu við eitthvað af þessu?  Þú ert svakalega svöng/svangur en maturinn  er of heitur á disknum til að þú getir borðað hann.   Nýju, flottu skórnir þínir eru aðeins of þröngir svo þú getur ekki farið í þeim á ballið.   Það er svo mikið drasl í herberginu þínu og þú hefur aðeins tíu mínútur til að ganga frá öllu áður en þú færð heimsókn frá vinum þínum.   Það er alltaf að koma fyrir að þú finnur ekki hinn sokkinn þegar þú ert að verða of seinn/sein í skólann.   Þessi hversdagslegu vandamál geta verið kveikjan að frábærri uppfinningu. Eins og til dæmis uppfinningin hans Arnars Daða Þórissonar, nema í Fab Academy í Fab Lab smiðjunni í Reykjavík. Honum fannst óþolandi að borða mjólkurmjúkt morgunkorn og útbjó því skeið sem dælir mjólk á morgunkornið jafnóðum og það er komið í skeiðina. Þessi aðferð tryggir stökkleika morgunkornsins og hæfilegt magn af mjólk með. Namm!     Kíktu á þennan hlekk til að sjá hvernig hugmyndin þróaðist: http://fab.academany.org/2018/labs/fablabreykjavik/students/arnardadi-thorisson/FinalP.html...

Til að fá góða hugmynd þarf oft ekki annað en að horfa í kringum sig og taka eftir þessum ósköp hversdagslegu hlutum sem við erum annars ekkert að spá í. Hérna sjáum við til dæmis hvernig hnífapör, ofn og ísskápur kveikja hugmyndir í tónlistarsköpun Daða Freys...

Svarið er JÁ! Það er algengur misskilningur að aðeins útvaldir snillingar fái hugmyndir. Sannleikurinn er sá að allir geta fengið hugmyndir. Ef þig langar til að verða betri í því að fá hugmyndir þarftu að æfa þig í því að taka eftir umhverfinu í kringum þig og hugsunum þínum. Á hverjum degi fljúga ótrúlega margar hugsanir í gegnum huga manns. Þar leynast oft alls konar hugmyndir. Leiktu þér að því að búa til skrýtnar, óvenjulegar og tilgangslausar hugmyndir. Kjánalegustu hugmyndir geta orðið að einhverju geggjuðu.   Til að verða góður hugmyndasmiður þarftu að hugsa um ferlið eins og sá sem er að æfa sig í að verða betri í fótbolta. Þú þarft einfaldlega að æfa þig til að verða betri. Gott ráð er að hafa alltaf litla minnisbók og blýant í töskunni eða vasanum og skrifa hugmyndirnar niður jafnóðum og þær birtast í huga þér.    Stundum detta hugmyndir nefninlega niður í kollinn á manni þegar maður á síst von á þeim, eins og til dæmis þegar þú ert í strætó eða að ganga í skólann. Stundum koma þær rétt áður en þú ferð að sofa. En það er mikilvægt að muna að hugmyndir hverfa jafn fljótt og þær koma og því er mikilvægt að skrifa þær niður um leið og þær poppa upp í huga þér....

Ertu að leita að góðri hugmynd? Af hverju ekki að hugsa stórt? Hvað getur þú gert fyrir heiminn? Nóg er til af vandamálum þar sem óskað er eftir lausn.   Hér er hugmynd: Notaðu Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að fá innblástur fyrir hugmyndavinnuna þína. Það er aldrei að vita nema þú verðir sú/sá sem átt eftir að breyta heiminum!  Hér er listi yfir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ræddu lausnir við vini þína og vinkonur.   Engin fátækt  Ekkert hungur   Góð heilsa Menntun fyrir alla  Jafnrétti kynjanna   Hreint vatn og salernisaðstaða  Sjálfbær orka   Góð atvinna og hagvöxtur  Nýsköpun og uppbygging  Aukinn jöfnuður  Sjálfbærar borgir og samfélög  Ábyrg neysla  Verndun jarðarinnar  Líf undir vatni  Líf á landi   Friður og réttlæti  Alþjóðleg samvinna   Hetjur bjarga heiminum! Þú getur fræðst meira um heimsmarkmiðin í teiknimyndasögunni sem er að finna á á þessari slóð: http://www.un.is/wp-content/uploads/2018/07/Hetjur_breyta_heiminum_fin.pdf...

Ein leið til þess að fá hugmyndir er einfaldlega að taka eftir því sem fer í taugarnar á þér. Er eitthvað í umhverfinu þínu og daglega lífi sem þarf að laga? Eða er eitthvað sem mundi virka svo miklu betur ef það væri búið til upp á nýtt? Er til...

Það má segja að raftónlistarmaðurinn Daði Freyr vinni við það að fá hugmyndir. En jafnvel snillingar eins og hann lenda oft í því að vera kominn með hugmynd en geta ekki fundið út úr því hvernig á að þróa hana áfram, láta hana lifna við og verða betri. Í myndbandinu...