[vc_video link='https://www.youtube.com/watch?v=m2CCPuOXJes']Sagan sýnir okkur að hugmyndir krakka og unglinga geta haft mikil áhrif og hreinlega breytt heiminum og haft afgerandi áhrif á samfélagið. Í þessu myndbandi sjáum við nokkur dæmi um hvernig ungt fólk gat með hugrekki, réttsýni og snilligáfu haft stórkostleg áhrif á heiminn okkar.  ...

Maður þarf ekki að vera orðinn fullorðinn til að geta búið til stórkostlegar uppfinningar. Krakkar og unglingar geta haft áhrif á heiminn og breytt honum til hins betra - eða bara gert hann aðeins skemmtilegri. Hér eru nokkur dæmi um unga snillinga.    Blindraletur Louis Braille var 15 ára þegar hann kom fram með hugmyndina um blindraletur. Louis fæddist í Frakklandi 1809 en varð blindur þegar hann var þriggja ára. Hann gerði tilraunir til að lesa með því að nota aðeins snertiskyn og þróaði þannig blindraletrið. Blindraletrið kallast Braille í höfuð á honum.    2.Vasaljós sem lýsir með orku frá líkamshita  Hin sextán ára Ann Makosinski frá Canada átti vinkonu sem gat ekki lært á kvöldin vegna rafmagnsleysis. Árið 2016 kynnti hún vasaljós sem hún hafði þróað sem nýtir varmaorku líkamans. Þegar haldið er í vasaljósið nýtir það hita frá höndunum til að kveikja á ljósaperu.  https://www.youtube.com/watch?v=yrnNmzSSn0w&t=3s    Íspinni Hinn 11 ára Frank Epperson var að hræra saman djús í glasi með trésleif (stir stick) og gleymdi djúsnum úti yfir nótt ásamt sleifinni. Djúsinn fraus utan um sleifina og úr varð þessi gómsæti frostpinni. Þegar hann varð fullorðin fékk hann einkaleyfi á þessa hugmynd sína.    Elif Bilgin Eilif frá Tyrklandi var aðeins sextán ára þegar hún bjó til lífrænt plast úr afgangs bananahýði árið 2013. Henni fannst allt of mikið plast til í heiminum og fór að rannsaka hvort það væri hægt að nota eitthvað lífrænt efni í stað plastsins. Hún gerði tólf tilraunir til þess að nota bananahýði í stað plastsins – fyrstu tíu misheppnuðust en síðstu tvær báru árangur.  https://www.googlesciencefair.com/competition/featured-story/banana-turkey    Snjósleðinn  Joseph-Armand Bombardier frá Kanada var fimmtán ára þegar honum datt í hug að festa mótor úr Ford bíl við sleða. Þetta var árið 1922 en hann byrjaði að framleiða snjósleða árið 1930 þegar hann varð fullorðinn.    Trampolín Það var George Nissen, sextán ára fimleikastrákur frá Bandaríkjunum, sem fékk hugmyndina að trampólíninu árið 1930 og kom því í framleiðslu. Hann fékk hugmyndina þegar hann fylgdist með loftfimleikafólki í sirkus nota öryggisnetið undir línunni til að gera alls konar hopp og kúnstir og fékk fimleikaþjálfarann í lið með sér til að útbúa frumgerð af trampólíni. Nafn uppfinningarinnar kom frá spænska orðinu trampolin sem þýðir stökkbretti.  ...

[vc_video link='https://www.youtube.com/watch?v=gMubUZhayG8']  Hinn 13 ára Hibiki Kono frá Bretlandi er mikill aðdáandi Spiderman og hefur verið það frá því að hann var lítill strákur. Eitt aðal áhugamálið hans var þess vegna að klifra og hann notaði hvert tækifæri til þess að príla út úm allt en alltaf þráði hann að komast aðeins hærra. Hann vildi klifra upp veggi eins og spiderman.   Hibiki datt það snjallræði í hug að nýta sér ryksugur til að festa sig við veggi og ná þannig að klifra hátt upp veggi, eins og Spiderman. Til verksins nýtti hann tvær ódýrar ryksugur og bjó til festingar til að setja á endann á ryksugurörinu. Ný kemst Hibiki jafn langt og rafmagnsnúra ryksugunnar leyfir! Það gæti hins vegar orðið svolítið langt fall ef ryksugurnar detta úr sambandi...