Skilafrestur rennur út eftir…

Verksmiðjan er komin í loftið!

Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem hugmyndir og uppfinningar verða að veruleika.

Verksmiðjan hvetur ungt fólk til að taka eftir hugmyndum sínum og umhverfi og finna lausnir á ýmsum vandamálum, stórum sem smáum.

Þátttakendum er fylgt eftir og þeir myndaðir af framleiðsluteymi RÚV. Fimm sjónvarpsþættir um Verksmiðjuna, iðngreinar og nýsköpun verða sýndir á RÚV í vor.

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson og leikkonan Berglind Alda Ástþórsdóttir verða andlit sjónvarpsþáttanna. Daði Freyr tekur einnig þátt í Verksmiðjunni og mun þróa hljóðfæri í samstarfi við Fab Lab.

Fylgst verður með ferlinu á ungruv.is og einnig í sjónvarpsþáttunum.

Færiband Verksmiðjunnar

  • Sendu inn hugmynd hér. Skilafrestur er til og með 7.febrúar.
  • 30 hugmyndir eru valdar af dómnefnd og þróaðar áfram í glæsilegu Fab Lab smiðjunum.
  • 10 bestu hugmyndirnar eru valdar af dómnefnd 1.mars, þróaðar áfram í smiðjum Fab Lab og fá jafnframt að vinna með fyrirtækjum í atvinnulífinu.
  • Hugmyndunum tíu verður gerð góð skil með innslögum á heimasíðu Verksmiðjunnar.
  • Sigurvegarinn er tilkynntur á lokahátíð Verksmiðjunnar, þar sem Daði Freyr spilar á hljóðfærið sitt.
  • Hugmyndin sem vinnur á möguleika á að fara í framleiðslu og verða að veruleika! Vegleg verðlaun verða fyrir vinningshafa.